Málmar – má fara sér í glæran plastpoka   Prenta  Senda 


Einkenni og ástand


Það sem setja má í þennan flokk eru smærri málmhlutir. Ekki má setja bílavarahluti eða stóra málmhluti sem geta skemmt ílátið eða tæki sem safna inn grænu tunnunni. Sem dæmi um smærri málmhluti frá heimilishaldi eru málmlok, niðursuðudósir, álpappír, skrúfur og boltar o.þ.h. Málmurinn þarf að vera að mestu hreinn og laus við aðskotahluti eins matarleifar. Grillbakkinn er því dæmi um málm sem ekki er heppilegur til endurvinnslu nema hann sé hreinsaður mjög vel. Alla málmhluti má setja saman í glæran plastpoka og í tunnuna. Þetta fyrirkomulag hjálpar til við flokkun og auðveldar starfsmönnum vinnu sína.

Hvað verður um þennan flokk í Flokkunarmiðstöð Íslenska Gámafélagsins?


Málmarnir fara á flokkunarband Íslenska Gámafélagsins þar sem sérhæft starfsfólk tekur þá úr pokanum. Málmarnir eru flokkaðir og góðmálmar teknir frá sérstaklega. Málmarnir eru svo fluttir til brotamálmsfyrirtækja innanlands og utan.

Hvað gera endurvinnslufyrirtækin við hráefnið?


    Brotamálmsfyrirtæki flokka efnin og koma áfram til málmbræðslufyrirtækja. Íslenska Gámafélagið flytur alla málma annað hvort til brotamálmsfyrirtækja eða beint til málmbræðslufyrirtækja, en málminum er safnað í gáma sem fluttir eru til fyrirtækjanna. Endurvinnsla á málmi fer fyrst og fremst fram með þeim hætti að flokka sundur ólíka málma. Þeim er svo komið í málmbræðslu sem tekur við þeim og bræðir upp aftur. Sem dæmi má taka að við endurvinnslu á áli þarf einungis um 5% þeirrar orku sem þarf til að framleiða ál úr súráli. Málmar eru afar verðmæt auðlind sem alls ekki ætti að rata í sorptunnur. Þeim ætti ætíð að skila til innsöfnunar og endurvinnslu.

Upplýsingar sem ættu að koma fram þegar að músin fer yfir flokkinn (flipann). Neðst er svo þríhyrningarnir sem segja hvaða plastflokkar mega fara í grænu tunnuna. Þessa flokka ætti að setja sér í umfjöllun um plastið.

Um flokkarann Flokkun Græna tunnan Panta tunnu
Netvistun - Heimasíðugerð, hugbúnaðarlausnir og hönnun